Til þess að fá eSIM hjá Nova í iPhone farsímann þinn þarft þú einungis að skrá þig inn á Stólinn á nova.is og fylgja leiðbeiningunum hér.
Þegar það er klárt þarft þú bara að gera eftirfarandi:
1. Opnaðu myndavélina í símanum og skannaðu QR kóðann með áskriftinni þinni.
2. Smelltu á áskriftina þegar hún kemur upp.
3. Smelltu á ''Continue'' neðst á skjánum
4. Smelltu á ''Add Cellular Plan''
Ef að það virkar ekki að skanna QR kóðann í símanum þínum, engar áhyggjur! Þú getur sett það inn handvirkt en þú gerir það svona:
1. Byrjar á því að fara í Stillingarnar
2. Smellir á Mobile Service
3. Þar smelliru svo á Add eSIM
4. Velur þar Use QR code og ferð síðan í Enter Details Manually
Þá er komið að því að setja inn kóðann handvirkt, svona lítur þetta út á Stólnum:
En hvernig á að vita hvað á að fara í hvaða reiti?
LPA:1$RSP-0001.OBERTHUR.NET$12345-54321-12345-54321 er dæmi um kóða (engar áhyggjur, þessi kóði er óvirkur!)
Í raun skiptist þessi kóði í tvennt, annars vegar það sem er á milli $ merkjanna í kóðanum, og svo allt hitt sem kemur á eftir.
Þannig er kóðanum skipt í tvennt:
LPA:1$RSP-0001.OBERTHUR.NET$12345-54321-12345-54321
Þetta fer svo í reitina tvo á skjánum.
SM-DP+ er blái kóðinn.
Activation Code er sá rauði.
eSim ætti þá að vera orðið virkt í símanum þínum!