Áður en þú færð þér Úrlausn hjá Nova þarftu að setja upp Apple Watch snjallúrið þitt og para það við símann. Eftir það eru þér allir vegir færir með Úrlausn, þú getur þá skilið símann eftir heima og haft allt snjallt í úrinu!
1. Kveiktu á Apple Watch og settu það á þig
Ýttu á hliðarhnappinn og haltu honum inni til að kveikja á Apple Watch, þar til þú sérð Apple-merkið. Þetta getur tekið nokkrar mínútur.
2. Haltu Apple Watch upp að iPhone
Bíddu eftir að skilaboðin Use your iPhone to set up this Apple Watch birtist á iPhone símanum þínum og pikkaðu svo á Continue. Ef þú sérð þessi skilaboð ekki skaltu opna Watch appið í iPhone, veldu All Watches og svo Pair New Watch.
Ef þetta er þitt Apple Watch, pikkaðu þá á Set Up for Myself. Hafðu Apple Watch og iPhone nærri hvort öðru þar til þú hefur klárað þessi skref.
3. Skannaðu hreyfimyndina með iPhone símanum
Hafðu skjáinn á úrinu í miðjum myndaglugganum á iPhone. Bíddu eftir skilaboðunum sem segja að Apple Watch hafi verið parað.
Ef þú getur ekki notað myndavélina, skaltu pikka á Pair Apple Watch Manually og fylgdu svo skrefunum sem birtast.
4. Setja upp sem nýtt Apple Watch eða sækja gögnin úr gamla Apple Watch úrinu
Ef þetta er þitt fyrsta Apple Watch, veldu þá Set Up as New Apple Watch. Ef þú vilt sækja gögnin úr gamla Apple Watch úrinu þínu þá velur þú Restore from Backup . Ef að er beðið um uppfærslu, skaltu uppfæra Apple Watch í nýjustu útgáfu watchOS.
Lestu skilmála og skilyrði og veldu svo Agree og svo aftur á Agree til að halda áfram.
5. Skráðu þig inn með þínu Apple ID
Ef það er beðið um innskráningu á Apple ID skaltu slá inn Apple ID lykilorðið þitt. Ef það er ekki beðið um það getur þú skráð það inn seinna úr Apple Watch appinu. Pikkaðu þá á General og svo Apple ID og skráðu þig svo inn.
Ef Find My er ekki uppsett á þínum iPhone, verður þú beðin/n um að kveikja á Activation Lock. Ef þú sérð Activation Lock skjámynd, er þitt Apple Watch nú þegar tengt við Apple ID. Þú þarft að slá inn netfang og aðgangsorð fyrir það Apple ID til að halda áfram að setja upp úrið. Ef einhver annar átti Apple Watch snjallúrið sem þú ert með, gætir þú þurft að heyra við fyrri eiganda til að fjarlægja Activation Lock.
6. Veldu stillingarnar þínar
Apple Watch birtir þér þær stillingar sem það deilir með þínum iPhone. Ef þú hefur kveikt á stillingum eins og Find My, Location Services, Wi-Fi Calling og Diagnostics for your iPhone, kviknar sjálfkrafa á þessum stillingum í þínu Apple Watch.
Síðan getur þú valið að nota aðrar stillingar, eins og Route Tracking og Siri. Ef Siri hefur ekki þegar verið sett upp í iPhone, kviknar á henni eftir að þú velur þennan valkost. Þú getur líka valið textastærðina fyrir úrið þitt.
7. Að búa til lykilorð
Þú getur sleppt því að búa til lykilorð en við mælum með því ef þú vilt nota Apple Pay og annað snjallt.
Veldu Create a Passcode eða Add a Long Passcode í iPhone-inum þínum, farðu svo yfir í Apple Watch til að slá inn nýja kóðann. Ef þú vilt sleppa því, veldu þá Don't Add Passcode.
8. Val á eiginleikum og öppum
Næst verður þér boðið að setja upp Apple Pay með því að bæta við korti. Síðan færðu leiðbeiningar til að setja upp allskonar snjallar stillingar eins og sjálfvirkar uppfærslur á watchOS, SOS og Activity. Í Apple Watch appinu í iPhone er líka hægt að skrá sig í Úrlausn.
Að lokum getur þú sett upp þau öpp sem eru í boði fyrir Apple Watch, eða valið að setja upp hvert app fyrir sig seinna.
9. Bíddu eftir að tækin þín parist saman
Pörunin getur tekið töluverðan tíma en það fer eftir því hvað þú ert með mikið af stöffi í símanum þínum. Prófaðu Apple Watch Basics á meðan þú bíður eftir að úrið þitt parast við símann til að læra meira um allt sem þú getur gert með úrinu þínu.
Hafðu tækin þín nálægt hvort öðru þar til þú heyrir smá hljóð og finnur léttan titring frá Apple Watch, ýttu svo á Digital Crown.