Til hamingju með nýja símann þinn!
Nú getur þú tekið flottustu myndirnar, sent alla tölvupóstana, vafrað á ofurhraða með 5G og spjallað við alla í þínu lífi með Nova!
Þegar þú færð nýjan iPhone í hendurnar í fyrsta sinn, tekur hann úr kassanum og dregur filmuna af skjánum þá er ýmislegt sem á eftir að gera og græja til að geta stungið símanum í vasann og farið út.
1. Kveiktu á símanum:
Haltu inni Power takkanum á hægri hlið símans þar til þú sérð Apple merkið birtast á skjánum. Þá færð þú skilaboð á skjánum sem segja einfaldlega Hello. Nú svæpar þú bara upp frá botni skjásins!
2. Hér getur þú valið hvort þú viljir nota gamla iPhone símann þinn til að setja upp þann nýja, eða hreinlega setja tækið upp handvirkt!
3. Tengdu símann við WiFi! Til að síminn geti náð í uppfærslur og sótt afrit í skýið þarft þú að nettengja græjuna!
4. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að setja upp FaceID eða stilla lykilorðið inn í símann.
5. Ef þú ert að nota gamla iPhone símann þinn til að setja upp þann nýja færð þú að velja hvernig þú sækir afritið. Þú getur einfaldlega látið nýja símann sækja upplýsingarnar í þann gamla með því að smella á "Transfer Directly from iPhone" eða sótt afritið í iCloud ef þú varst búin að nettengja símann í skrefi 3!
6. Skráðu þig inn á AppleID-ið þitt! Þú þarft bara að slá inn netfangið þitt og lykilorð. Mundu að þú gætir fengið sendan staðfestingarkóða í gamla iPhone símann þinn.
Ef þú ert að setja upp Apple tæki í fyrsta sinn þá þarftu að búa til AppleID hérna til að fá aðgang að allri Apple snilldinni, eins og öllum öppunum í App Store!
7. Hér gefur þú græjunni grænt ljós á að sækja uppfærslur sjálfkrafa og setja upp flotta fítusa eins og iMessage, FAceTime o.fl.
8. Hér biður síminn um leyfi til að setja upp Siri (Voice assistant) og kveikja á lykilorðaskránni til að muna öll lykilorðin þín!
9. Hér eru öryggisstillingar og tímamörk ásamt ýmis öðrum útlitsstillingum ákveðnar. Viltu fá aðvörun þegar þú ert búin/n að vera of lengi í símanum?
Allt klárt - aftur til hamingju með nýja iPhone símann þinn!