Þegar upp koma erfiðleikar með að ná sambandi við símkerfi erlendis og það eina sem kemur upp er "No Service" þá gæti þurft að velja símkerfi handvirkt, þ.e að síminn er ekki að tengjast sjálfkrafa inn á kerfi.
Til þess að gera þetta þarf að opna Settings, velja Mobile Data og smella á Network Selection:
Hér þarf að haka úr Automatic og leyfa símanum að leita að mögulegum símkerfum, og velja svo úr listanum eitthvað símkerfi sem birtist. Þá ætti síminn að tengjast inn á það kerfi.
Hinsvegar er ekki hægt að haka úr Automatic ef þú ert í miðju símtali.
Strax og það er búið að skella á er hægt að velja nýtt símkerfi.