Huawei B818-263 er öflugur og áreiðanlegur 4.5G ráter sem býður upp á hraða og stöðuga nettengingu á heimilinu eða á skrifstofunni.
Lýsing
Huawei B818-263 ráterinn styður 4.5G LTE tækni sem veitir öfluga og hraða nettengingu, sérstaklega á svæðum þar sem ljósleiðari er ekki í boði. Þessi ráter býður framúrskarandi afköst í gegnum farsímanet.
Lýsing
Huawei B818-263 ráterinn styður 4.5G LTE tækni sem veitir öfluga og hraða nettengingu, sérstaklega á svæðum þar sem ljósleiðari er ekki í boði. Þessi ráter býður framúrskarandi afköst í gegnum farsímanet.
Helstu eiginleikar
-
Styður 4.5G LTE
-
Wi-Fi Dual-band 2.4GHz og 5GHz
-
Styður allt að 64 samtímis tæki
-
2 LAN tengi (RJ45)
-
Einfalt viðmót fyrir stillingar og eftirlit
Tæknilegar upplýsingar
-
Mál: 103 mm x 103 mm x 225 mm
-
Þyngd: Um 700g
-
Wi-Fi staðlar: IEEE 802.11a/b/g/n/ac
-
Tengi: 2 RJ45 Ethernet tengi, 1 USB tengi, SIM kort rauf
Viðhald og ráð
-
Hafðu ráterinn á opnu svæði og forðastu hindranir til að hámarka Wi-Fi merkið.
-
Endurræstu tækið reglulega til að tryggja hámarksafköst.
Ljós:
Power ljós
Kveikt: Kveikt á ráter.
Slökkt: Slökkt á ráter.
Status ljós
Slökkt: Engin internet tenging.
Kveikt: Nettenging virk.
WIFI ljós
Kveikt: Kveikt á þráðlausu neti.
Slökkt: Slökkt á þráðlausu neti (þarf að LAN tengja ráter við tölvu til að kveikja á Wifi inná stillingarsíðu).
LAN ljós
Kveikt: Eitt eða fleiri Ethernet/LAN tengi eru í notkun.
Blikkandi: Ethernet/LAN tenging í gangi.
Slökkt: Ekkert tæki Ethernet/LAN tengt við ráter.
Signal ljós
Kveikt: Þrjú signal ljós eru á boxinu. Því fleiri sem eru kveikt, því betra signal er boxið að fá.
Slökkt: Router ekki að ná signali. Athuga Mode ljós.
Mode ljós
Stöðugt ljósblátt ljós: Tengt við LTE/4G.
Stöðugt dökkblátt ljós: Tengt við 3G
Stöðugt gult ljós: Tengt við 2G
Stöðugt grænt ljós: Net tengt í gegnum WAN port.
Stöðugt rautt ljós: Óvirkt simkort eða simkort snýr ekki rétt. Er APN stillingin rétt í ráter?
Stillingar:
Til þess að komast inná stillingarsíðu rátersins er farið inn á 192.168.8.1 og lykilorðið er það sama og WiFi lykilorðið nema að því hafi verið breytt. Þessar upplýsingar má finna á botni rátersins.
Í "Network Settings" er svo hægt að slökkva og kveikja á Mobile data, Data roaming og breyta APN stillingum.
APN fyrir netnúmer er internet.nova.is
Næsti flipi er "Wi-Fi Settings" þar sem hægt er að kveikja á 2,4 eða 5Ghz tíðnunum, ásamt því að breyta nafninu og lykilorðinu á WiFi-inu.
Það er sjálfkrafa kveikt á WPS í þessari týpu af ráter og er því nóg að ýta á WPS takkann og því tæki sem á að tengja hann við.
Gott er að endurræsa búnaðinn og reyna núna að tengjast.
Átt þú ennþá í vandræðum með að tengjast?
Heyrðu þá endilega í okkur á netspjallinu á nova.is og við græjum þetta saman.