Ef þú ert í vandræðum með að unglingurinn sé í tölvunni langt fram á nótt eða átt bara erfitt með þína eigin sjálfsstjórn og vilt lifa meira í núinu er barnalæsing (e. parental control) frábær lausn! Með því geturðu stillt hvenær opið eða lokað er á netið heima, og meira að segja stillt hvaða tæki eru valin!
Þannig geta allir andað léttar, sleppt tökunum aðeins og notið þess að eyða tímanum annarsstaðar en fyrir framan skjáinn!
Veldu þinn 4G/5G ráter hér!
Þú getur séð týpunúmerið þitt á límmiða aftan á eða undir ráternum þínum.
Huawei H112-372 Huawei B818-263 Huawei B618s-22d
Barnalæsing fyrir 5G ráter og nýja 4.5G ráterinn.
Þú getur sett lás á Huawei H112-372 5G ráterinn frá Nova í nokkrum einföldum skrefum.
-
Opnaðu 192.168.8.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og skráðu þig inn með innskráningarupplýsingum (Þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða á botninum á ráternum).
Mundu að reglan segir til um hvenær á að vera opið á netið en ekki hvenær á að vera lokað á netið.
- Veldu Tools -> Parental Control -> Smelltu á plústáknið (+)
Veldu tíma, hvaða daga og veldu þau tæki af listanum sem þú vilt bæta við barnalæsingu fyrir og smelltu á Confirm.
Barnalæsing fyrir eldri 4.5G ráterinn
Þú getur sett lás á Huawei B618s-22d 4.5G ráterinn frá Nova í nokkrum einföldum skrefum.
Opnaðu 192.168.8.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og skráðu þig inn með innskráningarupplýsingum (þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða á botninum á ráternum).
Það er ekki klassísk barnalæsing í boði - en hægt er að loka á (blokka) óæskilegar vefsíður með því að smella á Settings -> Security -> Domain Name Filter.