Stundum veit maður ekki númerið hjá Palla frænda og þá er hægt að nálgast þær hjá svokölluðum upplýsingaveitum. Upplýsingaveitur eru til dæmis 1819, 1818, 800 númer og 900 númer þar sem þú getur meðal annars fengið upplýsingar um heimilisföng, símanúmer, opnunartíma og annað hjálplegt.
Ef þú hringir í þessar þjónustur er tekið gjald fyrir það og þá er farið eftir verðskrá Nova.
Við mælum auðvitað með að nýta sér þessa þjónustu í gegnum netið, enda kostar ekki krónu að fletta upp í gegnum vefsíður hjá þessum upplýsingaveitum!
Hér fyrir neðan getur þú svo séð verðskrá nokkurra fyrirtækja fyrir símtöl í upplýsingaveitur ef þú vilt glöggva þig á verðunum.