Það geta allir lent í erfiðum aðstæðum sem valda því að ekki er hægt að greiða reikninga heimilisins í tæka tíð.
Hjá Nova reynum við alltaf að sýna skilning á aðstæðum í hverju tilfelli fyrir sig. Ef þú getur ekki greitt reikning frá Nova á tilsettum tíma er hægt að fara ýmsar leiðir áður en allt fer í kleinu:
- Ef þú getur ómögulega greitt reikninginn getum við gefið frest í allt að 2 vikur. Eftir eindaga leggjast hins vegar dráttarvextir ofan á reikning sem reiknaðir eru frá gjalddaga til greiðsludags.
- Við minnum á að reikningur fer í innheimtu ef hann er ekki greiddur 50 dögum eftir eindaga (í kringum 20. hvers mánaðar). Annað gildir svo um fyrirtæki.
- Ef þú getur ekki greitt reikninginn áður en hann er sendur til innheimtu getum við boðið þér að borga helming skuldarinnar símleiðis eða í verslun og við færum svo eindaga eftirstöðva aftur um einn mánuð.
- Ef þú hefur ekki tök á að greiða inn á reikninginn getur þú gert greiðslusamkomulag til allt að 6 mánaða í senn. Þá einfaldlega hefurðu samband við okkur og færir þjónustur í frelsi á meðan greiðslusamkomulag stendur yfir.