Ef þú ert alveg viss um að þú viljir hætta með AlltSaman pakkann, þá getur þú hlammað þér í Stólinn, velur AlltSaman pakkann þinn, smellir þér í stillingar og svo í þjónustuleið. Þar velur þú að skrá þig úr AlltSaman.
Þegar þú hefur skráð þig úr AlltSaman klárar þú 30 daga tímabilið sem þú hefur greitt fyrir og eftir það greiðir þú ekkert meira!
Ef þú vilt hætta alfarið með Ljósleiðarann hjá Nova þá þarftu að segja honum upp sérstaklega, og ef þú varst með ráter á leigu þarf að skila honum svo þú sleppir við að greiða skilagjald fyrir hann.