Vinnusími er áframsending úr fyrirtækjanúmeri í farsímanúmer og þú stýrir því hvenær símtöl eru áframsend. Hafðu reksturinn á þínum forsendum og veittu betri þjónustu á þínum tíma.
Þú stjórnar því hvenær Vinnusíminn áframsendir símtöl. Þú stillir opnunartímana eins og hentar þínum rekstri í Stólnum á nova.is og símtölin áframsendast þegar þú ert til staðar til að þjónusta þína viðskiptavini. Þú getur áframsent í eitt númer í einu, svo ef þú ferð í frí þá getur þú breytt farsímanúmerinu sem stímtölin áframsendast í.
Eftir lokun getur þú verið áhyggjulaus því í Vinnusíma er símsvari sem tekur á móti viðskiptavinum. Settu inn þinn eigin lestur eða láttu talgervil lesa kveðjuna. Talhólfsskilaboðin færðu send á tölvupóstinn þinn svo þú missir ekki af neinu.
Mánaðarlega kemur reikningur í netbanka greiðanda fyrir Vinnusíma.
Vinnusími er því miður ekki virkur erlendis.
Get ég verið með Vinnusíma þótt ég eigi ekki fyrirtækjanúmer?
Það skiptir ekki máli hvernig númer þú ert með eða í hvað þú notar það, það gera allir fengið sér Vinnusíma. Þú þarft samt alltaf númer til að áframsenda úr, en þú getur valið það í skráningu og fengið þér númer sem hentar.
Svona færðu vinnusíma
-
Farðu inná hradleid.is/vinnusimi og smelltu á Fá Vinnusíma.
-
Veldu fyrirtækjanúmerið sem þú vilt áframsenda úr. Ef þú átt ekki fyrirtækjanúmer þá getur þú valið númer sem rímar við þinn rekstur.
-
Veldu farsímanúmerið sem þú vilt áframsenda í. Athugaðu að farsímanúmerið verður að vera hjá Nova.
-
Þú getur alltaf breytt stillingunum eftir á í Stólnum á nova.is, hvort sem þú vilt breyta opnunartímum, setja inn nýja kveðju í símsvarann eða breyta farsímanúmerinu sem símtöl eru áframsend í.
Hvernig hætti ég með Vinnusíma?
Ef þú vilt segja upp vinnusíma þá hefurðu samband við Nova og við græjum það fyrir þig. Ef þú flytur vinnunúmerið þitt frá Nova þá er Vinnusímanum sagt upp sjálfkrafa.