Í Stólnum á nova.is getur þú sniðið stillingarnar eftir þínu höfði. Þú getur breytt opnunartímum, símsvarakveðjunni, netfangi fyrir talhólfsskilaboð og farsímanúmerinu sem símtöl eru áframsend í. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar fyrir allar helstu breytingar á stillingum.
Gott að vita:
1011 er kóði sem þarf að nota við notkun á vinnusíma.
Segjum sem svo að viðskiptavinur hringi í fyrirtækjanúmerið 519-1919. Ef kveikt er á vinnusíma þá hringir farsímanúmerið 770-XXXX með 1011 og svo númerinu sem hringt er úr. Þannig veist þú að verið er að hringja í fyrirtækjanúmerið, en ekki þig persónulega.
Sama á við þegar þú vilt hringja úr Vinnusímanum. Þá einfaldlega stimplar þú inn 1011 á undan símanúmerinu sem þú vilt ná í, og þá birtist fyrirtækjanúmerið á skjá viðtakanda símtalsins.
Hvernig breyti ég farsímanúmerinu sem er áframsent í?
-
Farðu í Stólinn á nova.is, veldu fyrirtækjanúmerið þitt og smelltu á Stillingar.
-
Í stikunni vinsta meginn smellirðu á Vinnusími og þar breytir þú farsímanúmerinu sem er áframsent í.
-
Smelltu á Vista og allt er klappað og klárt.
Hvernig breyti ég símsvarakveðjunni?
-
Ef þú vilt lesa inn þína eigin kveðju þá hringir þú úr farsímanum þínum í fyrirtækjanúmerið.
-
Þú færð valmöguleika á að tala inn nýja kveðju á símsvarann.
-
Lestu inn kveðju og veldu # til að vista upptökuna.
Í Stólnum á nova.is í stillingum fyrir Vinnusíma getur þú líka skrifað inn talhólfskveðju og látið talgervil sjá um að tala, alveg eins og Robocop.
Hvernig breyti ég opnunartímanum?
-
Farðu í Stólinn á nova.is, veldu fyrirtækjanúmerið þitt og smelltu á Stillingar.
-
Í stikunni vinsta meginn smellirðu á Vinnusími og þar er hægt að breyta opnunartímunum og velja þannig hvenær áframsendingin á að vera virk.
-
Smelltu á Vista og nýir opnunartímar uppfærast.
Hvernig breyti ég um netfang fyrir talhólfsskilaboðin?
Ef þú valdir að hafa kveikt á talhólfi þá færðu öll talhólfsskilaboð send beint á netfangið sem þú skráðir þegar þú fékkst þér Vinnusíma.
-
Farðu í Stólinn á nova.is, veldu fyrirtækjanúmerið þitt og smelltu á Stillingar.
-
Í stikunni vinsta meginn smellirðu á Vinnusími og þar sérðu hvaða netfang er skráð.
-
Settu inn nýtt netfang, smelltu á Vista og það uppfærist eins og skot.