Þegar kastari er hafður þráðlaus þarf hann að vera staðsettur u.þ.b 10 metrum frá ráter og ekki má vera burðaveggur eða hæð á milli. Gott er að hafa kastarann í sjónlínu við ráterinn.
Ef hvíta ljósið framan á kastaranum byrjar að loga rautt er það vegna þess að ráter nær ekki sambandi við hann og því þarf að velja betri stað fyrir kastarann. Hafa þarf í huga að kastarinn getur ekki verið staðsettur á stað sem er netlaus. Það þarf að vera samband frá ráter þar sem kastarinn er til þess að hann geti greipið sambandið og kastað netinu lengra.
Þú getur verið með eins marga kastara og þú vllt en ekki er mælt með því að hafa of marga. Of margir kastarar í litlu rými geta haft áhrif á samband hvors annars ef þeir eru of nálægt.
Fjöldi kastara fer algjörlega eftir því hvernig húsið er upp byggt.
Er burðaveggur í húsinu? Er það á einni hæð eða nokkrum hæðum?
Það skiptir svo sköpum hvort kastari er tengdur þráðlaust eða með netsnúru.
Gott er að miða við eftirfarandi:
70-119 fermetrar þurfa 0-1 kastara
120-190 fermetrar þurfa 1-2 kastara
191-230 fermetrar þurfa 2-3 kastara
231-290 fermetrar þurfa 3-4 kastara
Skoðaðu leiðbeiningarnar hér fyrir neðan og fylgdu hverju skrefi til að tengja kastara í fyrsta sinn:
- Kveiktu á kastaranum.
- Stingdu kastaranum í samband við rafmagn.
- Tengdu kastarann við ráter.
- Náðu í netsnúruna sem fylgir kastaranum og tengdu hana úr kastaranum í eitt af LAN tengjunum aftan á Huawei ráternum.
- Bíddu eftir hvíta ljósinu.
- Hinkraðu í u.þ.b 2 mínútur eftir að hvítt ljós birtist framan á kastaranum.
- Finndu stað fyrir kastarann.
- Þegar hvíta ljósið er komið á kastarann máttu aftengja hann og færa hann á þann stað sem hentar best. Við mælum með að hafa kastarann tengdan með netsnúru til að fá mestan mögulegan hraða en hann virkar líka þráðlaus.
- Ef kastari er hafður þráðlaus.
- Ef þú tekur kastarann úr sambandi tekur það u.þ.b 2 mínútur fyrir hann að tengjast sjálfkrafa aftur inn á ráter. Ef rauða ljósið verður ekki aftur hvítt innan 2 mínútna er kastarinn staðsettur of langt frá ráter. Þegar kastari er hafður þráðlaus þarf hann að vera staðsettur u.þ.b 10 metrum frá ráter og ekki má vera burðaveggur eða hæð á milli. Gott er að hafa kastarann í sjónlínu við ráterinn.
Ef þú lendir í vandræðum við uppsetninguna eru ennþá nánari leiðbeiningar að finna í Hjálpinni eða heyra í okkur á netspjallinu á nova.is
- Ef þú tekur kastarann úr sambandi tekur það u.þ.b 2 mínútur fyrir hann að tengjast sjálfkrafa aftur inn á ráter. Ef rauða ljósið verður ekki aftur hvítt innan 2 mínútna er kastarinn staðsettur of langt frá ráter. Þegar kastari er hafður þráðlaus þarf hann að vera staðsettur u.þ.b 10 metrum frá ráter og ekki má vera burðaveggur eða hæð á milli. Gott er að hafa kastarann í sjónlínu við ráterinn.
Hér eru svo leiðbeiningar sem fylgja með kastaranum.
Finndu góðan stað fyrir kastarann og komdu í veg fyrir netlausa staði á heimilinu.
Ef þú lendir í vandræðum með uppsetninguna getur þú haft samband við okkur á netspjallinu á nova.is