Kastari er græja sem gerir þér kleift að dreifa netinu betur um heimilið þitt!
Ertu netlaus í svefnherberginu, en með frábært net í stofunni? Er pjakkurinn að kvarta yfir því að netið sé hægt í leikjatölvunni? Þetta má allt leysa með kastaranum frá Nova. Lítil og nett græja sem fer vel í hillu og tengist við ráterinn þinn til að dreifa netinu betur á heimilinu.
Kastarinn virkar eins og annar ráter. Kastarinn er með sömu drægni og venjulegur ráter. Það helsta sem hefur áhrif á dreifinguna er stærð húsnæðis og spila steyptir burðarveggir stóran þátt í því að koma í veg fyrir góða dreifingu á netsambandi.