Gott er að undirbúa netbúnaðinn þinn heima áður en ferðast er til útlanda (EES) en það er þó ekki nauðsynlegt. Með því að fara yfir punktana hér að neðan ættir þú að komast í samband við umheiminn innan skamms.
Þegar ferðast er með Hnetu eða 4G router þarf að passa að vera í áskriftarleið eða með frelsispakka sem inniheldur nægt gagnamagn innan EES. Þú getur skoðað innistæðuna á netnúmerinu þínu í gegnum Nova appið, heyrt í okkur netspjallinu á nova.is og fengið aðstoð og ráðleggingar með viðeigandi áskriftarleið.
Í Nova appinu getur þú einnig skoðað stillingar fyrir númerið þitt í útlöndum. Þú einfaldlega velur netnúmerið, skrunar niður og undir Stillingum getur þú séð hvort opið eða lokað sé fyrir Notkun erlendis.
Þegar þú hefur gengið úr skugga um að þú sért í þjónustuleið sem virkar í útlöndum og að kveikt sé á notkun erlendis þá er ekkert því til fyrirstöðu en að pakka í töskur og fljúga af stað. Þegar þú ert komin/n/ð út er best að endurræsa hnetuna. Tækið getur tekið sér nokkrar mínútur að tengjast inn á kerfi erlendis en ef það gerist ekki innan 10 mínútna eru til aðrar lausnir.
Komdu þér vel fyrir, hafðu helst spjald eða tölvu við hendina og tengdu tækið við hnetuna/4G routerinn með notandanafni og lykilorði (sem er að finna á límmiða á búnaðnum).
Ef þú sérð 192.168.8.1 á límmiðanum, smelltu hér
Ef þú sérð 192.168.1.1 á límmiðanum, smelltu hér