Í þessari grein förum við yfir hvernig við kveikjum á Data Roaming, APN stillingum og tíðnir skoðaðar í Hnetu/4G/4.5G búnaði i gegnum nýja viðmótið.
Ef ferðast er erlendis með Hnetu/4G ráter mælum við með því að þú kynnir þér þessa grein líka til þess að komast í samband við umheiminn, smelltu hér
Ef þú ert með gamla viðmótið, smelltu hér
Til þess að komast inn á stillingarsíðu rátersins þarft þú að tengja helst spjald eða tölvu við Hnetuna/4G ráterinn með notendanafni og lykilorði (það er að finna á límmiða á búnaðinum). Því næst slærðu 192.168.1.1 inn í vafra. Þú þarft að skrá þig inná búnaðinn með notandanafni og lykilorði,
Notendanafn:admin
Lykilorð: admin (ef þú ert að skrá þig inn í fyrsta skipti).
Ef þú hefur breytt lykilorðinu skráir þú þig inn með því lykilorði.
Þetta er stillingarsíðan sem þú sérð þegar þú loggar þig inn:
Næst smellir þú á "Network Settings" í bláu stikunni og þar velur þú felligluggann Mobile Network, velur þar Internet network og þá opnast valmöguleikarnir Mobile Data og Data roaming - þegar þú ert erlendis þarf að vera kveikt á bæði Mobile Data og Data Roaming.
Hér þarf einnig að athuga hvort APN stillingar séu ekki örugglega réttar. Á öllum netþjónustum viljum við sjá APN stillingarnar internet.nova.is. Ef APN stillingar eru ekki réttar getur þú valið plúsinn í hægra horninu frá APN List, skýrt það Nova net/internet og sett inn internet.nova.is.
Sjá meðfylgjandi mynd:
Þar sem búið er að kveikja á Data roaming og APN stillingar eru nú réttar er ekkert því til fyrirstöðu að kíkja hvort það sé ekki örugglega kveikt á báðum nettíðnum.
Næsti flipi er "Wi-Fi Settings" í bláu stikunni, velja Wi-FI Basic Settings til vinstri og þar getur þú kveikt og slökkt á 2,4Ghz eða 5Ghz(ac) þráðlausa netinu.
Sjá meðfylgjandi mynd:
Gott er að endurræsa búnaðinn og reyna núna að tengjast.
Átt þú ennþá í vandræðum með að tengjast?
Tækin tengd inn á routerinn með notendanafni og lykilorði og búið að endurræsa öll tæki?
Heyrðu þá endilega í okkur á netspjallinu á nova.is og við græjum þetta saman.