Þú borgar mánaðarlega fyrir netnotkun, aðgangsgjald (leiga á ljósleiðaranum til þín) og ráter (ef þú þarft hann). Sjá verðskrá.
Þú velur netpakka í ljósleiðara:
- 500 GB
- Ótakmarkað net*
Ef þú vilt 500GB tengingu og ferð umfram innifalið gagnamagn þá þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur! Þú færist sjálfkrafa í ótakmarkað net. Ef þú vilt breyta aftur gerir þú það í Nova appinu eða í Stólnum á nova.is, athugaðu að sú breyting gildir frá og með næstu mánaðamótum. Ef þú lendir í vandræðum getur þú líka haft samband við okkur á netspjallinu eða í 519 1919.
Ef þú átt þinn eigin ráter (WiFi router) sem er með WAN tengi, styður 1000 Mb/s og þér þykir mjög vænt um, þá er í góðu lagi að nýta hann. Við mælum samt eindregið með að nota nýlegan ráter (helst ekki eldri en 4 ára) til að geta fengið netið í háskerpu og sinnt öllum snjalltækjum heimilisins þráðlaust. Stundum þarf að hafa samband við tæknitröllin okkar til að skipta út MAC tölu rátersins.
*Ótakmarkað er ótakmarkað og endalaust! En vissulega er það svo að ef notkun nær 10TB innan mánaðar, sem er meira en 4000 klst af stanslausu hámhorfi á öllum snjalltækjum heimilisins í bestu gæðum, þá hægist á hraðanum en áfram er ótakmarkað niðurhal innifalið.
Heimilistengingar sem þurfa meira en 10TB á mánuði þarf að skoða í hverju og einu tilfelli til að trygga gæði og upplifun annarra viðskiptavina ásamt öryggi. Heppilegast er að heyra í okkur og við fáum okkar bestu sérfræðinga til að skoða málin í slíkum tilfellum og finna bestu lausnir miðað við þær þarfir sem eru til staðar í hverju slíku tilfelli fyrir sig.
Við bjóðum uppá margskonar fyrirtækjatengingar og sérlausnir fyrir þá sem hafa meiri og sérsniðnari þarfir.