Nú hefur aldrei verið auðveldara að bóka tíma til að fá Ljósleiðarann ehf. í heimsókn til að tengja allt heila klabbið!
Eftir að Ljósleiðarapöntun hefur verið gerð, hvort sem það er stakur Ljósleiðari eða Ljósleiðari í AlltSaman og það vantar ljósleiðarabox, þá þarf að bóka heimsókn fyrir tæknimenn Ljósleiðarans ehf. að koma í heimsókn.
Það eru í raun fjórar leiðir í boði til að bóka heimsókn:
- Klára bókun í símtali þegar pöntun er gerð. Þjónusturáðgjafi Nova býður þér að bóka heimsókn þegar pöntun er gerð og gefur upp dagsetningar og lausa tíma.
- Klára pöntun með óbókaða heimsókn. Ljósleiðarinn ehf. verður svo í sambandi og heyrir í þér símleiðis og heppilegur tími fundinn í sameiningu.
- Hafa samband við Nova (Verslun, þjónustuver og netspjall) og bóka heimsókn með þjónusturáðgjafa.
- Þú bókar heimsóknina í Stólnum á nova.is!
