Ertu að flytja og vilt taka netið þitt með á nýja heimilið, til að komast strax á netið og horfa á NovaTV og Netflix?
Þú getur pantað flutning á ljósleiðaratengingunni þinni hjá Nova inni á Stólnum á nova.is
Endilega sestu í Stólinn, skoðaðu þig um og sendu beiðni um flutninginn á Ljósleiðaranum með þessum einföldu skrefum:
Byrjaðu á því að skrá þig inn á Stólinn með rafrænu skilríkjunum þínum og smelltu á Ljósleiðaratenginguna þína, og veldu Stillingar
Þar sést valmyndin þín fyrir Ljósleiðarann. Í stikunni vinstra megin smellir þú á Flutningur og því næst á Skrá flutning á Ljósleiðara. Þá þarf bara að slá inn nýtt heimilisfang og flutningstíma!
Sestu niður, slakaðu á og bíddu eftir að tengingin virkist á nýja heimilinu þínu!
Mundu bara að það á ekki að færa núverandi ljósleiðarabox. Boxin eru ekki flutt á milli heimila, heldur sitja sem fastast. Ef það er fiktað í þeim er hætta á að slíta Ljósleiðarann. En ráterinn þinn má að sjálfsögðu flytja með þér!
Ef það er ekkert ljósleiðarabox á nýja heimilinu - þá munum við hafa samband við þig í kjölfarið og finna tíma til að koma í heimsókn og græja allt!