Ertu að flytja og vilt taka netið þitt með á nýja heimilið, til að komast strax á netið og horfa á NovaTV og Netflix?
Þú getur pantað flutning á ljósleiðaratengingunni þinni hjá Nova inni á Stólnum á nova.is
Endilega sestu í Stólinn, skoðaðu þig um og sendu beiðni um flutninginn á Ljósleiðaranum með þessum einföldu skrefum:
Byrjaðu á því að skrá þig inn á Stólinn með rafrænu skilríkjunum þínum og smelltu á Ljósleiðaratenginguna þína, og veldu Stillingar
Hér sést valmyndin þín fyrir Ljósleiðarann. Í stikunni vinstra megin smellir þú á Flutningur og því næst á Skrá flutning á Ljósleiðara
Hér slærðu inn nýja heimilisfangið þitt - en passaðu að það sé rétt skrifað, og veldu svo rétt heimili af listanum.
Hér velur þú íbúðanúmerið þitt - þú getur fundið rétta íbúð eftir íbúðanúmeri, fastanúmeri eða stærð.
Fyrir einbýli er einungis einn valmöguleiki sem kemur upp.
Hvaða dag ertu að fara að flytja?
Eru allar upplýsingar réttar hér?
Sestu niður, slakaðu á og bíddu eftir að tengingin virkist á nýja heimilinu þínu!
Mundu bara að það á ekki að færa núverandi ljósleiðarabox. Boxin eru ekki flutt á milli heimila, heldur sitja sem fastast. Ef það er fiktað í þeim er hætta á að slíta Ljósleiðarann. En ráterinn þinn má að sjálfsögðu flytja með þér!
Ef það er ekkert ljósleiðarabox á nýja heimilinu - þá munum við hafa samband við þig í kjölfarið og finna tíma til að koma í heimsókn og græja allt!