Ef þú ert að fá ljósleiðara í fyrsta skipti eða heimilið þitt þá hefur þú samband við okkur á Netspjallinu á nova.is.
Ef þú ert ofboðslega sjálfstæður einstaklingur þá getur þú skellt þér hingað og græjað dæmið!
Ef þú ert nú þegar með ljósleiðaratengingu á kerfi Ljósleiðarans ehf. þá er ekkert mál að flytja þjónustuna til Nova.
Eina sem þú þarft er Nova ráter (WiFi router) og við komum þér í samband samdægurs. Vúhú!
Þú færð fría uppsetningu Ljósleiðara þegar ljósleiðaratenging á sér stað í fyrsta sinn. Ljósálfurinn sem kemur heim til þín og tengir, mætir með ráter, setur upp þráðlausa netið, tengir öll helstu tækin og gerir heimilið klárt. Ein heimsókn og allt er tengt!
Ef þú ert nú þegar með ljósleiðarabox frá Ljósleiðaranum ehf. þá þarftu bara að stinga ráternum í samband við boxið og þú þýtur um netið.
Ef þú býrð norðan heiða færðu Ljósleiðarann beint frá Tengir, sem munu sjá um að tengja þig við Ljósleiðaraþjónustu Nova og hjálpa þér að sjá ljósið!