Frelsi er fyrirframgreidd þjónustuleið í farsímaþjónustu. Með öllum netpökkum hjá Nova er frítt að hringja og senda SMS á Íslandi og líka þegar þú ert í Evrópu (EES).
Í Frelsi er hægt að fylla inn á sig inneign eftir þörfum eða vera með mánaðarlega áfyllingu sem er gjaldfærð sjálfkrafa af korti og kemur í veg fyrir að þú verðir inneignar- eða netlaus.
Krónuáfylling gildir í 90 daga frá því að hún er keypt og netinneign í 30 daga.
Mánaðarleg áfylling gildir í mánuð frá þeim degi sem hún er keypt og endurnýjast sjálfkrafa mánaðarlega
Við erum með allskonar áfyllingar í boði, mánaðarlegar áfyllingar, stakar netáfyllingar og krónuáfyllingar. Ef þú ert að hringja til útlanda þá mælum við með Hringt til útlanda og ef þú ert á ferð og flugi um heiminn þá gæti Net í útlöndum verið fyrir þig.
Skoðaðu þig um í verðskránni!
Við mælum með mánaðarlegri áfyllingu, en það er sjálfvirk áfylling sem kemur inn mánaðarlega. Mánaðarleg áfylling er hagstæðari og þægilegri fyrir þau sem nota netið í hverjum mánuði.
Mánaðarleg áfylling kemur inn sjálfkrafa mánaðarlega. Ef þú vilt ekki bíða, getur þú keypt nýja mánaðarlega áfyllingu og gamla áfyllingin dettur þá út. Þá kemur mánaðarlega áfyllingin strax inn og næsta áfylling mánuði frá henni.
Ef þetta gerist oft getur verið betra að kaupa stærri áfyllingu.
Í Stólnum í Nova appinu er ekkert mál að fylgjast með því hvað þú átt mikla inneign og netinneign eftir.