Áskrift er þjónustuleið í farsímaþjónustu sem er greidd eftir á. Í farsímaþjónustu hjá Nova er frítt að hringja og senda SMS á Íslandi og líka þegar þú ert í Evrópu (EES).
Í Áskrift velur þú þá áskriftarleið út frá þinni netnotkun, síðan getur þú valið um aukaþjónustur eins og Hringt til útlanda, Úrlausn eða aukakort. Þú velur svo hvort þú vilt greiða fyrir áskriftina í heimabankanum þínum eða lætur skuldfæra hana af kreditkorti sjálfkrafa.
Hægt er að fá Aukakort frítt með áskrift sem er með netpakka, nema númerið sé með ótakmarkað net í tengslum við Ljósleiðara eða netþjónustu.
Verð
Áskrift getur kostað allskonar, það veltur á því hversu mikið net þú þarft, hvort þú hringir til útlanda o.s.frv. Skoðaðu verðskrána hér.
Notkun umfram netpakkann á Íslandi
Netpakkar hjá Nova stækka sjálfkrafa í næsta pakka fyrir ofan. Ef þú ert í Núllinu og notar netið færðu umframpakka þangað til það borgar sig að fara í áskriftarleið með netpakka og þá stækkar þú sjálfkrafa. Ef þú ert í stærsta pakkanum og ferð yfir þá færðu umframpakka og getur haldið áfram að háma í þig netið.
Í Stólnum í Nova appinu og á nova.is er síðan ekkert mál að fylgjast með allri þinni notkun svo þú hefur fulla stjórn á öllum þínum málum.