Hér ætlum við að fara yfir það hvernig á að breyta Nova númeri úr Frelsi í Áskrift og úr Áskrift í Frelsi.
Til að byrja með þarftu að skrá þig inn á Stólinn.
Að breyta úr Frelsi í Áskrift
Smelltu á þrípunktana á númeraspjaldinu sem þú vilt breyta og veldu Stillingar:
Smelltu á Þjónustuleið og síðan Veldu þjónustuleið.
Smelltu síðan á Veldu netpakka og veldu þann netpakka sem hentar best.
Síðan velur þú þér greiðslumáta. Það er hægt að velja sjálfvirkar skuldfærslur reikninga af greiðslukorti annars vegar og hins vegar að fá reikning í heimabanka.
Þegar búið er að velja greiðslumáta, smellir þú á Breyta til þess að staðfesta breytinguna.
Þú kaupir svo áfyllingar í Nova appinu eða á nova.is.
Að breyta úr Áskrift í Frelsi.
Sá sem er skráður rétthafi númersins getur breytt þjónustuleiðinni - ekki notandi, ef annar er skráður.
Til að breyta Nova númeri úr Áskrift í Frelsi fylgir þú sömu skrefum.
Smelltu á þrípunktana á númeraspjaldinu sem þú vilt breyta og veldu Stillingar.
Smelltu á Þjónustuleið og síðan Veldu þjónustuleið, þar velur þú Frelsi.
Að lokum smellir þú á Breyta til þess að staðfesta breytinguna.