Til að breyta Nova númeri úr Frelsi í Áskrift þarftu að skrá þig inn á Stólinn.
Smelltu á númerið sem þú vilt breyta og veldu Stillingar:
Smelltu á Þjónustuleið og veldu þá þjónustuleið og netpakka sem þig langar að breyta yfir í. Síðan velurðu greiðslumáta og smellir á Breyta.
Þú tapar ekki neinu! Ef þú átt netinneign á Frelsisnúmerinu getur þú notað restina af henni þó þú færir þig strax yfir í Áskrift, og ef þú átt Krónuáfyllingu mun sú upphæð koma sem afsláttur af mánaðargjaldinu í Áskrift.
Til að breyta Nova númeri úr Frelsi fylgir þú sömu skrefum.
Smelltu á númerið sem þú vilt breyta og veldu Stillingar:
Síðan smellir þú á Þjónustuleið, og velur Frelsi sem þjónustuleið.
Smelltu svo á Breyta:
Þú kaupir svo áfyllingar í Nova appinu eða á nova.is.
Mundu að bara sá sem er skráður rétthafi númersins getur breytt þjónustuleiðinni - ekki notandi, ef annar er skráður.