Það er best að hafa símanúmerið sitt skráð til að fá bestu mögulegu þjónustuna. Með því að skrá númerið þitt getur þú notað símann erlendis. Ef þú týnir símkortinu þá getur þú fengið sama númer aftur, því við getum auðkennt númerið. Einnig tryggjum við að þú fáir allar nýjustu upplýsingar um þína þjónustu og fréttir.
Það er auðvelt að skrá númerið í Stólnum á nova.is, það eina sem þú þarft er síminn þinn og virk rafræn skilríki.
Í Stólnum eru tvær leiðir til að skrá sig inn og skrá óskráða frelsið
1. Skráning inn með rafrænum skilríkjum
2. Skráning inn með símanúmeri
Ef þú ert ekki með rafræn skilríki mælum við með að þú fáir þér, en einnig er hægt að koma í verslun Nova með símann og löggild skilríki (Vegabréf eða Ökuskírteini) og skrá óskráða frelsið.
1. Skráning inn með rafrænum skilríkjum
Skráðu þig inn á Stólinn með rafrænu skilríkjunum þínum:
Smelltu á Óskráð Frelsi:
Hér slærðu inn símanúmerið sem á að skrá, ásamt kennitölunni þinni og netfangi.
Við sendum staðfestingarkóða í númerið sem á að skrá, sem þarf svo að stimpla hér inn og staðfesta.
Allt klárt - nú er númerið skráð á þig og númerið ætti að birtast í Stólnum þínum.
2. Skráning inn með símanúmeri
Byrjaðu á því að skrá þig inn á Stólinn í gegnum símanúmerið þitt:
Smelltu á Skrá:
Skráðu þig inn með rafrænu skilríkjunum þínum:
Hér slærðu inn símanúmerið sem á að skrá, ásamt kennitölunni þinni og netfangi.
Við sendum staðfestingarkóða í númerið sem á að skrá, sem þarf svo að stimpla hér inn og staðfesta.
Allt klárt - nú er númerið skráð á þig og númerið ætti að birtast í Stólnum þínum.