Hér eru svör við algengum spurningum varðandi breytingu á þjónustuleiðum Nova úr Frelsi yfir í Áskrift eða frá Áskrift yfir í Frelsi.
Hvernig skipti ég úr Frelsi yfir í Áskrift?
Þú getur auðveldlega skráð þig í áskrift með því að fara inn á vefinn okkar nova.is, í Nova appinu, eða með því að hafa samband við þjónustuver Nova.
Hvað kostar að skipta úr Frelsi í Áskrift?
Það kostar ekkert að skipta úr Frelsi yfir í Áskrift. Þú greiðir einungis fyrir þjónustuna sem þú velur að nota í áskriftinni
Get ég haldið númerinu mínu við breytingu?
Já, þú heldur sama símanúmeri þegar þú skiptir úr Frelsi í Áskrift eða öfugt.
Hvernig skipti ég frá Áskrift yfir í Frelsi?
Þú getur auðveldlega skráð þig í frelsi með því að fara inn á vefinn okkar nova.is, í Nova appinu, eða með því að hafa samband við þjónustuver Nova.
Eru einhverjir binditímar þegar ég skipti yfir í Frelsi?
Nei, það eru engir binditímar þegar þú skiptir yfir í Frelsi. Þú nýtur fullkomins sveigjanleika.
Viðbótarupplýsingar
Ef þú hefur fleiri spurningar geturðu skoðað fleiri greinar á hjálparsíðunni okkar eða haft samband við þjónustuver Nova á nova.is.
Leiðbeiningar í myndum
Að breyta úr Frelsi í Áskrift
Smelltu á þrípunktana á númeraspjaldinu sem þú vilt breyta og veldu Stillingar:
Smelltu á Þjónustuleið og síðan Veldu þjónustuleið.
Smelltu síðan á Veldu netpakka og veldu þann netpakka sem hentar best.
Síðan velur þú þér greiðslumáta. Það er hægt að velja sjálfvirkar skuldfærslur reikninga af greiðslukorti annars vegar og hins vegar að fá reikning í heimabanka.
Þegar búið er að velja greiðslumáta, smellir þú á Breyta til þess að staðfesta breytinguna.
Þú kaupir svo áfyllingar í Nova appinu eða á nova.is.
Að breyta úr Áskrift í Frelsi.
Sá sem er skráður rétthafi númersins getur breytt þjónustuleiðinni.
Til að breyta Nova númeri úr Áskrift í Frelsi fylgir þú sömu skrefum.
Smelltu á þrípunktana á númeraspjaldinu sem þú vilt breyta og veldu Stillingar.
Smelltu á Þjónustuleið og síðan Veldu þjónustuleið, þar velur þú Frelsi.
Að lokum smellir þú á Breyta til þess að staðfesta breytinguna.