Óskráð frelsi hjá Nova er símanúmer sem er ekki skráð á kennitölu eða tengt við neinn einstakling. Hægt er að kaupa óskráð frelsi í verslun eða sem startpakka Nova á bensínstöðvum eða flugvelli. Ef þú ert með skráð númer og vilt fá óskráð þarftu að kaupa nýtt númer, ekki er hægt að breyta úr skráðu í óskráð.
Hægt er að versla Óskráð frelsisnúmer í næstu verslun Nova eða startpakka á eftirfarandi sölustöðum:
N1
Olís
10-11
Kvikk
Elko
Það er samt best að hafa símanúmerið sitt skráð til að fá bestu mögulegu þjónustuna. Með því að skrá númerið þitt getur þú notað símann erlendis. Ef þú týnir símkortinu þá getur þú fengið sama númer aftur, því við getum auðkennt númerið. Einnig tryggjum við að þú fáir allar nýjustu upplýsingar um þína þjónustu og fréttir.
Þú getur skráð óskráð frelsi í Stólnum ef þú ert með rafræn skilríki eða með því að koma í verslun Nova með símann og löggild skilríki (Vegabréf eða Ökuskírteini).