WiFi 7
F50 ráterinn er útbúinn háþróaðri þráðlausri tækni. WiFi 7 er nýjasti WiFi staðalinn og skilar afköstum langt umfram fyrri staðla, WiFi 5 og 6. Meiri hraði, lægri svartími og veruleg aukning á afköstum eru helstu þættirnir sem gera F50 WiFi 7 fremstan í flokki heimilis rátera.
Hvað er nýtt?
-
Fræðilegur 46Gbps hraði - 4.8X meiri hraði
-
Allt að 2.4X hraðari fyrir sömu WiFi uppsetningu
-
320MHz - 2X meiri bandvídd
Hraði
Wifi 7 er töluvert hraðara en WiFi 6 eða allt að 2.4x hraðara og margfalt hraðra en WiFi 5. Hámarkshraði á snjallsíma sem styður WiFi 7 getur verið allt að 5Gbps. Þau sem eru með 2.5 eða 10 Gbps ljósleiðaratengingar geta því vafrað um vefinn á hraða sem aldrei hefur sést áður.
Bandvídd
WiFi staðlar nýta sér bandvídd til að hleypa mörgum tækjum í einu út á internetið. Hefðbundnir WiFi staðlar nýta sér 20/40/80/160MHz bönd. Þegar mörg tæki reyna að komast út á internetið í einu á smærri bandvíddum getur myndast umferðarteppa sem hægir á upplifun notenda tækjanna. WiFi 7 tvöfaldar þessa bandvídd upp í 320MHz sem tryggir að öll tæki komist í gegn á hámarkshraða. Sem dæmi þá væri morguntraffíkin mikið léttari ef að akgreinar á Miklubrautinni yrðu tvöfalt fleiri.
Meiri gagnaþéttleiki
WiFi 7 hækkar ekki einungis hraðan og bandvíddina en það hefur einnig áhrif á hversu mikið af gögnum er hægt að kóða á þráðlaust merki. Í stuttu máli þá er gagnaþéttleiki á WiFi 7 4x meiri en á WiFi 6 og er ásamt aukinni bandvídd ástæðan fyrir því að hraðinn sé 2.4x hraðari en á WiFi 6.
WiFi 7 Kastari
WiFi 7 kastarinn er fullkominn félagi fyrir F50 ráterinn. En WiFi 7 kastarinn gerir þér kleift að vera með háhraða WiFi samband í öllum krókum og kimum heimilisins. Kastarinn hentar til dæmis einstaklega vel á mjög stórum heimilum, heimilum á mörgum hæðum eða þar sem staðsetning ljósleiðara er ekki ákjósanleg með tilliti til staðsetningu ráters.
Uppsetning á WiFi 7 kastara með F50 ráter er mjög einföld en það er hægt að vera með hann bæði beintengdan við ráter eða þráðlaust.
Ættir þú að uppfæra í WiFi 7?
Ert þú ofurnotandi á internetinu með alla nýjustu og bestu tæknina?
WiFi 7 er framtíðin í þráðlausu netsambandi og ef að þú vilt tryggja hámarksnýtingu á internetinu þínu til margra ára þá er WiFi 7 fyrir þig. Paraðu Huawei F50 ráter við 2.5Gbps ljósleiðara frá Nova og farðu á ljóshraða inn í framtíðina.
Er ráterinn á leiðinni á eftirlaun?
Ef þú ert með 4-5 ára gamlan ráter eða eldri og þú gerir miklar kröfur til internetsambandsins þíns þá gæti verið kominn tími til að uppfæra í WiFi 7 og setja gamla ráterinn á elliheimili.