Ef þú vilt lifa meira í núinu og heimilisfólkið líka, ert í vandræðum með að unglingurinn sé í tölvunni langt fram á nótt er barnalæsing (e. parental control) frábær lausn! Með því getur þú stillt hvenær sólahringsins er opið eða lokað á netið heima, hvaða síður þú vilt loka á og meira að segja valið hvaða tæki eru valin!
Þannig geta allir andað léttar og sleppt tökunum aðeins og notið þess að eyða tímanum annarsstaðar en fyrir framan skjáinn! Taka sér gott Wi-fication!
Hvaða ráter ert þú með?
Þú getur séð týpunúmerið þitt á límmiða aftan á eða undir ráternum þínum.
Huawei - HG659 Huawei -DG8245W2
Google WiFi Nest WiFi
Barnalæsing fyrir Nova ráter - Huawei HG659
Til þess að breyta stillingum fyrir barnalæsingu á heimanetinu fylgir þú þessum skrefum:
1. Opnaðu 192.168.1.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn.
2. Skráðu þig inn með notendanafninu Useradmin og lykilorðinu @HuaweiHgw - (Þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða aftan á ráternum).
Mundu að reglan segir til um hvenær á að vera opið á netið en ekki hvenær á að vera lokað á netið.
Byrja þarf á að stilla innri tímann í routernum svo að Parental Control virki á réttum tímum.
Veldu Internet -> Internet Services, og svo Simple Network Time Protocol og hakaðu í Enable SNTP, (GMT Greenwich valið undir Local time zone name og svo Save:
Næst velur þú Parental Control í vinstri gráleita glugganum sem er einnig undir í Internet valmöguleikanum í bláu stikunni..
- Í Time Rules er hægt að stilla þann tíma sem má vera opið á netið.
- Farðu í New time rule.
- Í Rule Name skráir þú hvað reglan á heita - t.d. Lokun á neti milli 22:30 og 08:00.
- Times Allowed er tíminn sem má vera opið á netið þannig ef það á að loka á netið frá 22:30 til 08:00 setur þú 08:00 í fyrri reitinn og 22:30 í seinni reitinn.
- "Everyday" er ef það á að vera opið á netið á sama tíma alla daga en í "Every Week" er hægt að velja mismunandi reglur, t.d. fyrir virka daga og helgar.
- Í ''Apply to'' velur þú hvaða tæki þessi regla á að gilda fyrir. Hægt er að haka í ''Select all'' fyrir öll tæki sem tengd eru við netið eða hakað handvirkt í þau tæki sem þetta á að gilda fyrir.
- Vistum svo aðgerðina með því að ýta á "Save":
Til þess að loka á óæskilegar síður eða síður að ykkar vali er það gert í URL Filter
Undir Internet í bláu stikunni velur þú Parental Control - URL Filter.
- Velur "New URL Filter" og í URL: er síðan sett inn sem á að loka fyrir.
Dæmi: Ef það á að loka fyrir nova.is setur þú inn http://nova.is og ýtir á "Save"
Það þarf að loka á hverja síðu fyrir sig, því ekki er hægt að loka á ákveðinn flokk á síðum.
Einnig er hægt að smella á "Manage Devices Manually" og þar er hægt að stilla hvaða tæki eiga að vera hluti af þessari lokun.
Barnalæsing fyrir Nova ráter - HuaweiDG8245W2
Til þess að breyta stillingum fyrir barnalæsingu á heimanetinu fylgir þú þessum skrefum:
1. Opnaðu 192.168.1.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn.
2. Skráðu þig inn með notendanafninu Useradmin og lykilorðinu @HuaweiHgw - (Þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða aftan á ráternum).
Mundu að reglan segir til um hvenær á að vera opið á netið en ekki hvenær á að vera lokað á netið.
Barnalæsing fyrir Google WiFi/NestWiFi
Það þarf að byrja á því að búa til hóp (e. Group) í ráternum.
- Opnaðu Google Home appið (
)
- Smelltu á Wifi
- Undir “Family Wifi,” smellir þú á Set up
Get Started.
- Skýrðu hópinn sem þú býrð til.
- Veldu hvaða tæki eiga að vera í hópnum. T.d farsímar og tölvur hjá börnum.
Smelltu á Next.
- Smelltu á Done.
Því næst er hægt að búa til stillingu fyrir hópinn sem var búinn til.
- Opnaðu Google Home appið (
)
- Smelltu á Wifi
Family Wi-Fi
Add
Schedule
.
- Þú getur látið gefið stillingunni nafn - eins og Næturlokun.
- Veldu hópinn sem stillingin á að gilda fyrir.
Smelltu á Next.
- Veldu tíma sem lokunin á að byrja og enda, og hvaða daga lokunin á að gilda. T.d bara á virkum dögum.
- Smelltu á Done.