Þegar tengja á ráter í fyrsta skipti, skipt er um ráter eða flutningur á milli heimilisfanga þarf að passa að ráterinn sé rétt tengdur svo hægt sé að tengja heimilið við umheiminn. Þá eru nokkur atriði sem er gott að hafa í huga sem við förum yfir hér að neðan.
Til þess að tengja ráterinn rétt (þetta á bæði við ef um Nova ráter eða eigin búnað er að ræða) þarft þú að tengja úr LAN1 tenginu á ljósleiðaraboxinu yfir í WAN tengið á ráter eða það nettengi á ráter sem búnaðurinn þinn hefur. Mikilvægt að snúrur og lagnaleiðir séu í lagi.
Hvernig ráter ertu að tengja?
- Nova ráter
- Eigin ráter
Nova ráter:
Til að tengja ráterinn þá tengir þú netsnúruna við LAN1 á ljósleiðaraboxinu og tengir síðan hinn endann í tengið merkt 1-2,5GE á ráternum. Öll tengin á ráternum okkar virka sem WAN tengi en við mælum alltaf með að tengja ráterinn í 1-2,5GE
Þegar þú ert búin/n/ð að tengja ráterinn er mikilvægt að endurræsa ráterinn og ljósleiðaraboxið.
Muna svo að tengja tækin inn á netið með notendanafni og lykilorði sem er að finna á límmiða á ráternum.
Bilanagreining og ljós á Nova ráter, smelltu hér
Eigin ráter:
Þegar tengja á eigin ráter er gott að vera með leiðbeiningarbæklinginn við hendina.
Í bæklingnum eiga að vera upplýsingar um það hvernig ráterinn þinn er tengdur. Netsnúran tengist þó alltaf úr LAN1 eða LAN2 úr ljósleiðaraboxinu en það getur verið mismunandi eftir ráter hvað nettengið á honum heitir.
Þegar þú ert með eigin ráter þarft þú að ganga úr skugga um það að búnaðurinn sé rétt settur upp.
Þegar þú ert búin/n/ð að tengja ráterinn er mikilvægt að endurræsa ráterinn,ljósleiðaraboxið og tæki heimilisins, líkt og tölvur, síma o.s.frv. Muna svo að tengja tækin inn á netið með notendanafni og lykilorði sem er að finna á límmiða á ráternum.
Ef ráter er rétt tengdur, búið að endurræsa og tengja tækin við netið, en netið virkar ekki ennþá gæti verið að það þurfi að festa MAC addressu ráters í kerfinu, hana er að finna á límmiða aftan á ráternum.
Endilega sendu okkur línu á spjallinu á nova.is svo við getum græjað þetta saman.