Þú getur valsað um bæinn með snjallúrið og keypt allt sem þú vilt með Apple Pay, farsíminn þarf hvergi að vera nálægur.
Að virkja Apple Pay í Apple Watch er einfalt!
- Þú ferð í Apple Watch appið í símanum þínum
- Velur My Watch og síðan Wallet & Apple Pay
- Ef þú ert nú þegar með kort í öðrum Apple tækjum þá velur þú Add hjá því korti sem þú vilt bæta við og skráir inn öryggisnúmerið (CVC)
- Til að bæta við öðrum kortum velur þú Add Card og fylgir næstu skrefum með þínum kortaupplýsingum