Hægt er að stilla símtalsflutning í tækinu sjálfu og er eingöngu hægt að gera Call forwarding unconditional (CFU)/beinn símtalsflutningur á iphone símum og er það gert svona:
Opnum Settings - veljum Phone (valmöguleiki fyrir miðju) - Call Forwarding - kveikja á hakinu og stimpla inn símanúmerið. Til þess að virkja flutninginn í það númer sem á að flytjast í þarf að setja númerið ásamt landskóða (00354 fyrir Ísland) inn í gluggann og velja svo til baka "Call forwarding" hnappinn í efra vinstra horninu og símtalsflutningurinn virkjast eftir nokkrar sekúndur.
Ef taka á flutninginn af förum við í gegnum sama skref nema veljum ''Slökkva''.
Ef það á að gera Call forwarding conditional (CFC)/flutningur ef þú ert í símtali/svarar ekki símanum eða ert upptekin/nn þá þarf að gera það með tilgreindum kóðum i gegnum Phone appið (þar sem við hringjum úr símanum):
Flutningur þegar ekki er svarað:
**61* talhólfsnúmerið# og hringja
Þjónustan aftengd:
##61# og hringja
Veldu hversu langur tími á að líða þar til símtalið flyst í númerið. Ef ekkert er valið er símtalið flutt eftir 15 sekúndur.