Til að fá sem bestu upplifun í símtækinu mælum við alltaf með að hafa kveikt á VoLTE!
Athugið að ekki er hægt að kveikja eða slökkva á meðan símtali stendur.
Í nýjustu tækjunum er sjálfkrafa kveikt á VoLTE og gæti verið að valmöguleikinn til að kveikja sé því ekki til staðar. Þó er gott að kanna hvort að síminn sé með nýjustu uppfærsluna til að vera alveg viss.