Þessi grein leiðir þig í gegnum algeng skref til að leysa vandamál þar sem iPhone sími nær ekki sambandi við farsímanet Nova.
Lýsing á vandamáli
Síminn sýnir "No Service" eða "Searching" í stað þess að tengjast Nova netinu. Þú getur ekki hringt símtöl eða notað farsímanet.
Einkenni
- Engin þjónusta eða leit eftir þjónustu á skjánum.
- Ekki hægt að hringja eða senda SMS.
- Farsímanet virkar ekki, jafnvel með nægu gagnamagni.
Grunn bilanagreining
Athugaðu eftirfarandi atriði:
- Er flight mode óvirkt?
- Er skuld hjá Nova sem gæti valdið lokun?
- Er kveikt á farsímagögnum (Mobile data)?
Ítarleg bilanagreining
Skref 1: Endurræstu símann
Slökktu alveg á símanum og kveiktu aftur. Þetta leysir oft tengingarvandamál.
Skref 2: Prófaðu SIM kortið í öðrum síma
Ef kortið virkar í öðrum síma er vandamálið líklega tengt símanum þínum.
Skref 3: Er síminn uppfærður?
Farðu í Settings > General > Software update og athugaðu hvort boðið sé upp á uppfærslu á hugbúnaði.
Skref 4: Endurstilla netstillingar
Farðu í Settings > General > Transfer or Reset iPhone > Reset > Reset Network Settings.
Aðvörun: Þetta fjarlægir Wi-Fi lykilorð og stillingar.
Hafðu samband
Ef skrefin að ofan leysa ekki vandann skaltu hafa samband við þjónustuver Nova:
- Spjall á nova.is
- Hringdu í 519 1919
Viðbótarupplýsingar
Flest tengingarvandamál má leysa með einföldum skrefum eins og að endurræsa tækið eða athuga SIM kort. Ef vandamálið viðhelst, þá er þjónustuver Nova til taks.