Þú getur flutt tengiliði af símkorti yfir í iPhone símann eða úr iPhone símanum yfir á símkortið með einföldum hætti. Þetta getur komið sér vel ef þú ert að skipta um síma eða símkort.
Til þess að flytja tengiliði af símkorti yfir í símann ferðu inn í Settings - skrollar niður þar til þú finnur Contacts - Import SIM Contacts. Þú ferð svo sömu leið til þess að flytja tengiliði úr símanum yfir á símkortið.