Þegar við leggjum land undir fót eigum við ekki að þurfa að hafa áhyggjur af símreikningnum okkar. Viðskiptavinir Nova sem ferðast erlendis geta verið örugg um að vera á besta dílnum miðað við notkun þeirra.
Þau sem nota Net í útlöndum fá alltaf besta dílinn á sínum áfangastað og þau sem vilja aðeins hringja eða senda SMs greiða notkun sína eftir verðskrá.
Þegar farið er á netið erlendis virkjast Net í útlöndum og gildir í 24 klst. Viðskiptavinir byrja alltaf með 500MB en ef þeir fara umfram það stækka þeir sjálfkrafa upp í næsta pakka. Við látum viðskiptavini þó vita með SMS áður en það gerist. Í Stólnum verður svo hægt að sjá á einfaldan hátt notkun sína í útlöndum í Útlandaflipanum á símanúmerinu.