Mikilvægt er að vera með allt á hreinu áður en haldið er í ferðalagið.
Ef ferðinni er heitið innan Evrópu (EES) getur þú talað ótakmarkað og sent SMS ásamt því að geta notað hluta af netpakkanum þínum fyrir 0 kr.
Fyrir ferðalög til annarra landa utan EES svæðisins er best að kynna sér verðskrá þess lands hér.
Nova býður farsímaþjónustu í yfir 216 löndum í samstarfi við erlend símafélög.
Viðskiptavinir Nova í Áskrift og Frelsi eru því í góðu sambandi á ferðum sínum erlendis. Í flestum löndum er í boði 3G netþjónusta en 4G netþjónusta er í boði í sífellt fleiri löndum.
Kynntu þér vel hvað kostar að nota Nova farsíma erlendis hér.
Ferðalag innan Evrópu (EES)
Þegar þú ert að ferðast innan EES hringir þú og sendir SMS frítt í öll farsíma- og heimasímanúmer innan EES svæðisins, þar með talin íslensk farsíma- og heimasímanúmer. Þú finnur lista yfir EES lönd hér.
Athugaðu að númer með aðra verðskrá t.d. kosninganúmer, þjónustunúmer o.s.frv. eru ekki innifalin.
Innifalið gagnamagn er mismunandi eftir því í hvaða áskriftarleið þú ert í. Þú getur séð hvað er innifalið hjá þér í Stólnum í Nova appinu eða í verðskránni.
Ferðalag utan Evrópu
Þegar ferðast er utan Evrópu er rukkað fyrir þjónustu samkvæmt verðskrá þess lands sem ferðast er til. Símtöl, SMS og gagnamagn er skuldfært á reikning í áskriftarleiðum Nova, en greiða þarf fyrir notkunina fyrirfram í Frelsi með gömlu góðu inneigninni.
Nova býður besta dílinn eftir þinni notkun í útlöndum, þú notar einfaldlega það sem þú þarft og við sjáum til þess að þú sért alltaf á besta dílnum. Skoðaðu verðskrána fyrir útlönd hér.
Það eina sem þarf að athuga áður en lagt er af stað í ferðalagið að allar stillingar í símanum séu réttar.