Ef viðskiptavinir flakka frá A svæði og fara svo yfir til B/C/D svæða mun Net í útlöndum flæða á milli og viðskiptavinur fær rukkun eftir því landi sem dagurinn endar. Þannig núllast ekki 24 tímarnir milli landa og viðskiptavinur getur klárað að nota netið sem búið var að virkja í fyrra landi.
Þ.e. vv sem millilendir í Bretlandi fær 500MB á 990 kr. og notar smá af því. Hann flýgur svo til Taílands sem er í flokki B. Ef 500MB hafa ekki klárast eðar unnið út þá mun hann klára þau á gamla verðinu, en ef hann fer yfir 500MB þá tekur við 2GB úr verðflokki B. Hann mun svo byrja á 500MB á verði B-flokks næst þegar grunnpakki virkjast.