Fæ ekki símtöl |
Tengja heyrnartól við 3CX |
Heyrist ekkert í símtölum |
Get ekki hringt út |
Nærð ekki að skrá þig inn í 3CX |
Borðsími virkar ekki |
Handfrjáls sími virkar ekki |
Fæ ekki símtöl
Ef að þú ert ekki að fá símtöl inn til þín í 3cx þá er alltaf gott að fara yfir nokkra hluti sem gætu verið að valda því.
- Athugaðu hvort að þú sért skráð/ur inn í hringihópinn þinn. Til að gera það þá ferð þú og ýtir á notandann þinn uppi í hægra horninu og skoðar hvort að það standi "log out from queue" eða "login to queue" Ef að það stendur "log out from queue" þá ert þú skráð/ur inn í hringihópinn en ef það stendur "login to queue" þá ertu ekki skráð/ur inn. Til að breyta þessu þá einfaldlega ýtir þú bara á takkann
- Hver er statusinn þinn? Uppi í hægra horninu á notandanum þínum ertu með valmöguleika um að setja status. Til að vera viss um að þú fáir símtöl til þín vilt þú vera Available (ef þú ert available þá á punkturinn að vera grænn eins og á myndinni fyrir ofan.
- Prufa að loka 3CX appinu og opna það aftur, ef það virkar ekki er alltaf sterkur leikur að prufa að endurræsa tölvuna og sjá hvort að það virki eftir það.
Ef ekkert breytist við að rúlla yfir þetta getur þú alltaf heyrt í okkur í síma 519-1100 eða sent póst á taeknihjalp@nova.is og við aðstoðum þig með þetta í hvelli!
Tengja heyrnartól við 3CX
Ef að þú ert ekki að ná að tengja heyrnartólin þín við 3cx erum við með nokkur skref sem gæti hjálpað við það.
- Það er alltaf gott að byrja á því að skoða hljóð stillingarnar í tölvunni sjálfri. Passa að í Audio Settings séu Output og Microphone valið sem heyrnartólið sem þú ert að nota.
- Fara yfir audio stillingar inn í 3cx. Til að gera það þá ýtir þú bara á notandann þinn uppi í hægra horninu og velur Settings. Þar inni velur þú Audio/Video
Þegar að þú ert komin þangað inn ertu með valmöguleika um að velja hvaða tæki þú vilt notast við
- Ringer - Þar velur þú í hvaða tæki hringitónninn kemur
- Speaker - Þar velur þú hvar hljóðið í sjálfu símtalinu kemur
- Microphone - Þar velur þú hvaða tæki nemur röddina þína
Ef að þú ert með Yealink eða Jabra headsett þá getur þú samþætt það við 3CX kerfið með því að velja Yealink eða Jabra í Headset Integration neðst niðri. Þegar að þú velur sem dæmi Jabra þá ætti að koma takki sem stendur á connect headset, eftir það þá eru heyrnartólin samþætt við 3CX kerfið.
Ef að ekkert af þessu virkar og heyrnartólinu eru enn ekki að virka getur þú alltaf heyrt í okkur í síma: 519-1100 eða sent póst á taeknihjalp@nova.is og við aðstoðum þig með þetta í hvelli!
Heyrist ekkert í símtölum
Ef að þú ert í símtali og ert að lenda í því að þú heyrir ekki í aðilanum á hinum endanum þá er gott að fara aðeins yfir þessi skref.
- Ertu búin að prufa að endurræsa 3CX forritið?
- Ertu búinn að prufa að aftengja headsettið þitt og tengja það aftur?
- Virkar hljóðið einhverstaðar annarstaðar í tölvunni eins og á YouTube eða álíka? Ef það virkar ekki heldur í tölvunni er gott að fara yfir hljóð stillingarnar og passa að það sé kveikt á hljóðinu og að það sé að fara þangað sem að það á að fara (þá í headsettið í þessu dæmi)
- Ef ekkert af þessu fyrir ofan virkar þá er alltaf gott að prufa að endurræsa tölvuna og sjá hvort það lagi vandann.
Ef að eftir að hafa farið í gegnum allar þessar stillingar og vandamálið er enn þá til staðar getur þú alltaf heyrt í okkur í síma 519-1100 eða sent póst á taeknihjalp@nova.is og við aðstoðum þig með þetta í hvelli!
Get ekki hringt út
Ef að þú ert að lenda í því að þegar að þú reynir að hringja í gegnum 3CX að það er ekki að virka þá erum við með nokkra hluti sem gætu aðstoðað við það.
- Er heyrnatólið ekki örugglega tengt við 3CX kerfið? (Sjá greinina fyrir ofan til að tengja heyrnartól við 3CX)
- Ertu búin að prufa að endurræsa 3CX kerfið eða tölvuna?
- Ef þú ert að fá "WebRTC" villuna þá er best að endurræsa tölvuna og þá ætti þetta að vera komið í lag
- Er ekki örugglega netið í lagi hjá ykkur?
Ef að eftir að hafa farið í gegnum allar þessar stillingar og vandamálið er enn þá til staðar getur þú alltaf heyrt í okkur í síma 519-1100 eða sent póst á taeknihjalp@nova.is og við aðstoðum þig með þetta í hvelli!
Nærð ekki að skrá þig inn í 3CX
Ef að þú ert að reyna að skrá þig inn í 3CX kerfið en ert ekki að ná því er alltaf gott að rúlla aðeins yfir þessa punkta fyrir neðan og sjá hvort að það lagi vandamálið eitthvað.
- Ertu ekki örugglega að setja réttan notanda og lykilorð? Þegar að þú tengdir þig í fyrsta skiptið við 3CX áttu að hafa fengið mail með "extension" númerinu þínu sem er notandanafnið þitt. Í þeim pósti er einnig hlekkur inn á símstöðina
- Ef þú mannst ekki lykilorðið getur þú alltaf gert "Forgot Password" og fengið sendan hlekk á netfangið þitt til að búa til nýtt lykilorð
- Er netsambandið sem þú ert tengdur við ekki örugglega í lagi?
- Hreinsaðu kökurnar í vafranum sem að þú ert í
Ef að eftir að hafa farið í gegnum allar þessar stillingar og vandamálið er enn þá til staðar getur þú alltaf heyrt í okkur í síma 519-1100 eða sent póst á taeknihjalp@nova.is og við aðstoðum þig með þetta í hvelli!
Borðsími virkar ekki
Ef að þú ert með borðsíma sem er tengdur við 3CX kerfið og hann er ekki að virka þá er gott að rúlla yfir þessa punkta fyrir neðan.
- Ertu búin að prufa að endurræsa borðsímann? Gott er að taka bara netsnúruna og rafmagnssnúruna úr sambandi við síman og setja þær aftur í samband og bíða þangað til að símin er búin að tengja sig aftur og sjá hvort að það lagaði vandamálið.
- Er kveikt á "DND" (Do Not Disturb) Það ætti að standa á skjánum á borðsímanum DND ef að það er kveikt á því.
Ef að eftir að hafa farið í gegnum allar þessar stillingar og vandamálið er enn þá til staðar getur þú alltaf heyrt í okkur í síma 519-1100 eða sent póst á taeknihjalp@nova.is og við aðstoðum þig með þetta í hvelli!
Handfrjáls sími virkar ekki
Ef að þú ert með handfrjálsan Yealink síma sem er tengdur við 3CX kerfið og hann er ekki að virka þá erum við með nokkur ráð sem gætu hjálpað við það að koma honum í lag.
- Endurræsa handtækið: Taktu rafhlöðuna úr bakhliðinni og settu hana aftur í símann
- Endurræsa móðurstöðina: Móðurstöðin er lítið svart box sem að ætti að vera tengt við ráterinn ykkar. Hægt er að finna boxið og taka það úr sambandi og setja það aftur í samband eða prufa að fara inn í stillingarnar í handtækinu og finna "System settings" og þar inni velja "Base Restart"
Ef að eftir að hafa farið í gegnum allar þessar stillingar og vandamálið er enn þá til staðar getur þú alltaf heyrt í okkur í síma 519-1100 eða sent póst á taeknihjalp@nova.is og við aðstoðum þig með þetta í hvelli!