Notkun erlendis er hægt að skoða í Samantekt í Stólnum eða í Appinu. Það er gott að geta fylgst með notkuninni þinni erlendis til að lenda ekki í óvæntum reikningi eða klára gagnamagnið þegar þú ert að opna flugmiðann á vellinum.
APP
Með því að skoða númerið þitt í Nova appinu þá getur þú séð hver notkunin þín er núverandi mánuð.
Ef þú vilt græja þetta í Nova appinu þá opnarðu appið og skráir þig inn með símanúmeri. Veldu þjónustur í slánni neðst á forsíðunni og þá sérðu yfirlit yfir þjónusturnar þínar. Veldu síðan númerið sem þú vilt skoða.
Svo velurðu áfyllinguna sjálfa eða netpakkann þinn. Þar sérðu yfirlit yfir notkun og ef þú skrollar neðst á síðuna sérð þú netnotkun á númerinu í núverandi mánuði.
STÓLLINN
Í Stólnum er einnig hægt að skoða notkun á þínum númerum. Með því að velja númer til að skoða og velja flipann sem heitir Samantekt er hægt að skoða núverandi mánuð og einnig er hægt að skoða síðustu 6 mánuðina.
Áskrift
Innifalið í netpökkunum okkar eru ákveðið mörg GB sem gilda innan EES á 0 kr. Ef farið er yfir þakið er kostnaðurinn við hvert 1 MB 0,33 kr. sem gerir 1GB á 338 kr.
Ef þú þarft að nota mikið meira en það sem er innifalið í pakkanum getur verið betra að stækka í næsta netpakka fyrir ofan.
Frelsi
Innifalið í netáfyllingum og Mánaðarlegum áfyllingum eru ákveðið mörg GB sem gilda innan EES á 0 kr.
Ef þau eru kláruð þarf að kaupa nýjan pakka til að fá meira EES gagnamagn.
AlltSaman
Í AlltSaman eru 20 GB innifalin. Ef opið er fyrir aukakostnað þá er hægt að fá 1 MB á 0,33 kr. eins og í Áskrift (1 GB á 338 kr.)
Í AlltSaman færðu 20 GB í hverjum “almanak” mánuði, ekki greiðslumánuði.
Það þýðir að ef þú ferð til útlanda í lok mánaðar og kemur heim í viku seinna, þá færðu 20 GB fram að lok mánaðar og 20 GB eftir mánaðarmót þó greiðsludagur AlltSaman sé t.d. 15. hvers mánaðar.