Það er lítið mál að skoða sundurliðun í Stólnum. Þú bara skráir þig inn með rafrænum skilríkjum inn á Stólinn og ef þú ert notandi á númerinu þá ættir þú að sjá sundurliðun og smáatriði með meiru!
Sundurliðunin nær einungis 6 mánuði aftur í tímann og eyðist ef skipt er um notanda á númerinu.
Einnig dettur hún út þegar skipt er um símkort.
Sundurliðun sýnir einungis lista yfir símtöl og SMS sem fara úr númerinu, ásamt netnotkun eftir klst.
Ekki innhringingar né ósvöruð símtöl.
Til að finna sundurliðunina skráir þú þig inn á Stólinn og smellir á númerið sem þú vilt skoða, og velur Sundurliðun á flettistikunni sem birtist eins og sjá má hér: