Ef þú vilt slökkva á sjálfvirkri áfyllingu á frelsisnúmeri þá er lítið mál að græja það í Stólnum á nova.is
Í Stólnum smellirðu á farsímanúmerið með áfyllingunni og velur Notkun:
Þar undir er stika sem heitir Sjálfvirkar áfyllingar. Hún segir til um það hvort sjálfvirk áfylling sé á númerinu. Smelltu á punktana þrjá hægra megin á stikunni til að fara í stillingar fyrir áfyllinguna. Þar smellirðu á Slökkva.
Síðan er spurt hvort þú sért alveg viss um að þú viljir slökkva á pakkanum. Þú einfaldlega smellir á Staðfesta og þá er allt klappað og klárt.