Stóllinn á nova.is er þitt svæði hjá Nova!
Í Stólnum sérðu nánast allt sem hugurinn girnist! Þú getur séð PIN númerið þitt, PUK númerið, uppfært netfangið, uppfært greiðslukort, skoðað yfirlit yfir þjónustur, skoðað notkun, breytt þjónustuleiðum, sagt upp þjónustum, skoðað reikninga, nálgast kvittanir og margt margt fleira.
Fyrir einstaklinga er einfaldast að skrá sig inn á Stólinn á nova.is með rafrænum skilríkjum.
Þú getur líka skráð þig inn í gegnum tölvupóstinn sem þú ert með skráðan hjá Nova eða SMS kóða sem sendur er á símanúmer.
Þegar þar er komið inn sérð þú yfirlit yfir þínar þjónustur hjá Nova og getur breytt pökkum, greitt reikninga, fylgst með notkun og fiktað í öllum mögulegum stillingum.