Ef þú ert með eldgamalt netfang skráð hjá Nova og vilt breyta því, þá er það lítið mál. Þú getur græjað það í Stólnum á nova.is
Það er mjög mikilvægt að hafa núverandi netfang þitt skráð hér, þar sem við biðjum þig um að nota netfangið þitt til að staðfesta auðkenni þitt varðandi ýmis samskipti. Til dæmis breytingar á þjónustu, uppsagnir, ný þjónusta og reikningar. Við getum ekki gert breytingar eða sent þér viðhengi á neinn annan stað en skráða netfangið þitt.
Þú skráir þig inn í Stólinn með rafrænum skilríkjum og smellir á 'Stillingar'.
Á stillingarsíðunni slærð þú inn nýja netfangið þitt í gluggann neðst á síðunni og smellir á 'Vista breytingar'.