Ef þú ert viðskiptavinur með fyrirtæki hjá Nova er nauðsynlegt að geta nálgast reikninga, kvittanir og hreyfingalista frá Nova.
Hér eru leiðbeiningar hvernig hægt er að nálgast þessi gögn tengd fyrirtækinu í gegnum Stólinn.
Mikilvægt er að skrá sig inn á skráðu netfangi sem fyrirtækið er með í þjónustu hjá okkur - en bókarar eða fjármálastjórar geta skráð sig inn með því að óska eftir því að netfangið þeirra sé skráð sem tengiliður undir fyrirtækinu.
Ef skráð netfang fyrirtækis eða tengiliðir skrá sig inn á Stólinn er ferlið eftirfarandi:
Þú færð hlekk sendan í tölvupósti til að skrá þig inn í Stólinn. Þar er beðið um kennitölu þess sem er að skrá sig inn, þar á að setja inn kennitöluna á fyrirtækinu.
Þá ættir þú að skrást beint í Stólinn.
Byrjaðu á því að slá inn netfangið þitt.
Nú berst tölvupóstur í það netfang.
Hér er beðið um kennitölu og þá slærð þú inn kennitölu fyrirtækisins.
Ef viðskiptavinur er tengiliður eða er á skráðu netfangi fyrirtækisins þá kemur þessi valmöguleiki upp.
Hér velur þú fyrirtækið.