Ef þú ert viðskiptavinur með fyrirtæki hjá Nova er nauðsynlegt að geta nálgast reikninga, kvittanir og hreyfingalista frá Nova.
Hér eru leiðbeiningar hvernig hægt er að nálgast þessi gögn tengd fyrirtækinu í gegnum Stólinn.
Mikilvægt er að skrá sig inn sem fyrirtækið sem er með í þjónustu hjá okkur.
Þá getur þú skráð þig inn á Stólinn sem tengiliður fyrirtækisins á þínum persónulegu rafrænu skilríkjum eða auðkennisappinu!
Þegar þín kennitala er orðin skráður tengiliður hjá fyrirtæki þarf að gera eftirfarandi:
Byrjaðu á því að slá inn símanúmerið þitt.
Ef viðskiptavinur er tengiliður eða er á skráðu netfangi fyrirtækisins þá kemur þessi valmöguleiki upp.
Hér velur þú fyrirtækið.
Þú getur líka opnað Stólinn á persónulegu kennitölunni þinni og skipt yfir á aðgang þess fyrirtækis sem kennitalan þín er skráður tengiliður hjá.
Ef þú ert bókari/endurskoðandi og ert ekki með aðgang að stólnum þá er einfalt fyrir fyrirtæki að bæta sjálf við tengiliðum.
Það er gert með því að smella á "Tengiliðir" á vinstri stikunni á Stólnum og þar undir er smellt á "Bæta við tengilið".