Átt þú í vandræðum með netið á iPhone símanum þínum? ef svo er, smelltu hér
Þessi grein sýnir þér hvernig á að endurstilla netstillingar á iPhone. Þetta getur hjálpað til við að leysa tengingarvandamál, eins og þegar tækið tengist ekki Wi-Fi eða hefur erfiðleika með farsímagögn.
Af hverju er þetta mikilvægt?
Að endurstilla netstillingar getur hreinsað út gamlar stillingar sem trufla tenginguna og tryggt betri nettengingu. Þetta getur verið gagnlegt þegar hefðbundin endurræsing tæksins dugar ekki.
Skref 1: Opnaðu stillingar
Farðu í Stillingar (Settings) á iPhone.
Skref 2: Veldu „Almennt“
Ýttu á Almennt (General).
Skref 3: Flettu niður og veldu „Flytja eða Endurstilla iPhone“
Flettu niður og pikkaðu á Flytja eða Endurstilla iPhone (Transfer or Reset iPhone).
Skref 4: Veldu „Endurstilla“
Pikkaðu á Endurstilla (Reset).
Skref 5: Veldu „Endurstilla netstillingar“
Veldu Endurstilla netstillingar (Reset Network Settings). Þú gætir þurft að slá inn lykilorð tækisins.
Samantekt
Að endurstilla netstillingar getur leyst ýmis tengingarvandamál. Þú missir ekki gögn eins og myndir eða öpp, en Wi-Fi lykilorð og Bluetooth tengingar verða hreinsaðar.
Næstu skref
Ef þetta leysir ekki vandamálið, mælum við með að prófa önnur skref úr vandamálaleit eða hafa samband við Nova þjónustuver.
Mikilvægt er að endurræsa símann eftir Reset Network Settings ef síminn gerir það ekki sjálfkrafa.