5G ráterinn okkar heitir Huawei H112-372 og hægt er að leigja ráterinn með ótakmörkuðu 5G heimaneti frá Nova.
Hér má finna myndir og útskýringar á Huawei H112-372 5G ráternum frá Nova.
Hvað þýða ljósin?
Hvernig laga ég netið?
Hér má finna allar upplýsingar um ráterinn.
Ljós:
Logar 5G ljós, 4G ljós eða bæði?
Hvað segja ljósin mér:
5G: Tæki er tengt við 5G
4G: Tæki er tengt við 4G eða 4.5G
Wifi: búnaður tengdur við router
Stillingar:
Til þess að komast inná stillingarsíðu rátersins er farið inn á 192.168.8.1 og lykilorðið er það sama og WiFi lykilorðið nema að því hafi verið breytt. Þessar upplýsingar má finna á botni rátersins.
Þetta er svo Home síðan sem þú sérð þegar þú loggar þig inn.
Hérna sérðu svo "Network Settings" þar sem þið kveikið á Mobile Data og Data roaming. Ásamt því mikilvægasta að sjá og breyta APN stillingum ef það þarf.
APN fyrir farsímanúmer er net.nova.is
APN fyrir netnúmer er internet.nova.is
Næsti flipi er "Wi-Fi Settings" þar sem þú getur kveikt og slökkt á 2,4 eða 5Ghz Wifi-inu, ásamt því að breyta nafninu og lykilorðinu á Wifi-inu.
Það er sjálfkrafa kveikt á WPS í þessari týpu af ráter og ef tengja á t.a.m prentara við ráterinn er nóg að ýta á WPS takkann á ráternum og því tæki sem á að tengja hann við.