Þessi grein leiðir þig í gegnum skrefin til að opna (eða forwarda) TCP/UDP-port á Huawei 4.5G/5G ráter frá Nova. Aðgangsstýring getur verið nauðsynleg fyrir netþjóna, öryggismyndavélar eða leiki sem þurfa beina utanaðkomandi tengingu.
Af hverju skiptir þetta máli?
-
Gerir tæki á heimakerfinu aðgengileg utanfrá.
-
Leysir vandamál með NAT-Type/Strict NAT í leikjum.
-
Nauðsynlegt fyrir ákveðin IoT-útbúnað (t.d. NVR).
Það sem þú þarft
-
4.5G/5G ráter (Huawei H112-372, B818-263 o. fl.).
-
Tæki & port-númer sem þú ætlar að opna (t.d. TCP 32400 fyrir Plex).
-
Fasta IP-tölu frá Nova (kostar 490 kr./mán.)
-
Valfrjálst: Föst innri IP-tala á tækið þitt; sjá „Festa innri IP“ grein.
Skref 1: Skráðu þig inn á ráterinn
-
Opnaðu vafra og sláðu inn 192.168.8.1 (sjá aftan á ráternum).
-
Notandanafn: admin.
-
Lykilorð: admin ef ekki hefur verið breytt.
Skref 2: Finndu Port Forwarding
-
Smelltu á Advanced (tannhjólið efst).
-
Veldu Security ▸ Virtual Server í vinstri valmynd.
-
Ýttu á + til að bæta við nýrri reglu.
Skref 3: Settu upp regluna
Reitur | Hvað á að setja inn | Dæmi |
---|---|---|
Name | Nafn á reglunni | t.d Plex |
Protocol | TCP, UDP eða TCP/UDP | TCP |
WAN Port | Ytra portið | 32400 |
Device / LAN IP | Veldu tækið eða sláðu inn IP, t.d. 192.168.8.100 | 192.168.8.100 |
LAN Port | Sama port og WAN (nema annað sé þörf) | 32400 |
Smelltu Save til að vista.
Samantekt
– Innskráning → Advanced ▸ Security ▸ Virtual Server → Bæta við reglu → Vista → Prófa.
Án fastrar IP tölu nær portið ekki út fyrir CG-NAT.
Viðbótarupplýsingar
Aðvörun: Að opna port minnkar öryggi netsins. Gakktu úr skugga um að tækið sé uppfært og með sterkt lykilorð.