Þessar leiðbeiningar útskýra hvernig best er að staðsetja 5G ráterinn þinn til að ná sem bestum hraða og merkjum.
Mikilvæg atriði við staðsetningu
1. Miðsvæðis á heimilinu
Til að tryggja jafna dreifingu merkisins er best að setja ráterinn eins miðsvæðis í húsnæðinu og mögulegt er.
2. Fjarri truflunum
Hafðu ráterinn fjarri raftækjum sem gætu truflað merkið, til dæmis:
-
Örbylgjuofnum
-
Snjallsjónvörpum
-
Þráðlausum símtækjum
3. Hærra uppi
Ráterinn ætti að vera staðsettur hátt uppi, eins og efst á skáp eða hillum, til að auka merkið og minnka hindranir.
4. Hindranir
Forðastu að setja ráterinn nálægt stórum málmhlutum eða mjög þykkum veggjum sem geta dregið úr merkjastyrknum.
5. Nálægt glugga
Ef mögulegt er, settu ráterinn nálægt glugga sem vísar í átt að sendimöstrum Nova til að ná sem bestum hraða og merkjum.
Viðbótar upplýsingar
Ef þú átt erfitt með að finna bestu staðsetningu getur þú notað Huawei Ai Life appið:
Huawei Ai Life
Náðu í appið í App store eða Google Play store. Það þarf að skrá sig inn í appið með WiFi passwordinu, sem er skráð undir routernum.
Hvar er besta sambandið í húsinu (Huawei Ai Life)?