Þú getur notað símann þinn innan Evrópu (EES) þegar þú ert að ferðast erlendis og þá er notkun hagað samkvæmt reglugerð EU um Roam like at home.
Ef notkun erlendis verður varanleg er rukkað álag fyrir símtöl og SMS.
Það er ekki rukkað álag á netnotkun svo þú getur notað EES gagnamagnið þitt eins og áður.
Varanlegt reiki eða varanleg notkun telst þegar notkun erlendis síðustu fjóra mánuði er meiri en á Íslandi. Við sendum SMS til að upplýsa þegar slík rukkun hefst.
Álag vegna varanlegs reikis er einungis greitt þegar þú ert stödd/staddur erlendis, svo þetta hefur ekki áhrif þegar númerið er notað hérlendis.
Varanlegt reiki núllast ekki við það að koma heim en þegar notkun heima er orðin meiri en notkunin erlendis síðustu fjóra mánuði þá hættir varanlega reikið. Þetta er uppfært sjálfvirkt daglega.
Til að setja þetta upp í einfalt dæmi þá er einungis rukkað fyrir SMS og símtöl í Varanlegu Reiki.
Ef þú ert í Varanlegu Reiki og hringir símtal til Íslands sem varir í klukkustund greiðir þú 222 kr.
Ef þú sendir 100 SMS í einum mánuði þegar þú ert innan EES greiðir þú 110 kr.
Sjá verðskrá fyrir Varanlegt Reiki hér.
Hægt er að sjá í Stólnum hvort númerið þitt sé skráð í Varanlegt reiki:
Varanlegt reiki og Net í útlöndum
Varanlegt reiki hefur einungis áhrif á innifalda notkun þjónustuleiðarinnar þinnar í Evrópu (EES).
Þar sem löndin í Net í útlöndum eru ekki þau sömu og í Roam like at home í Evrópu (EES) hefur það ekki áhrif á það hvernig þú greiðir fyrir pakkann!
Skoðaðu löndin sem nota Net í útlöndum hér.