Til þess að bannmerkja símanúmer í símaskrá eru ýmsir punktar sem þarf að hafa í huga. Ekki er nóg að bannmerkja númerið eingöngu hjá fjarskiptafyrirtæki heldur þarf einnig að bannmerkja á upplýsingaveituvef og í gegnum þjóðskrá.
Með því að bannmerkja símanúmerið í símaskrá óskar þú eftir því að vera ekki ónáðuð/ónáðaður af aðilum sem stunda beina markaðsetningu. Athuga að rétthafi númersins hefur eingöngu rétt til þess að óska eftir þessum breytingum. Einnig er hægt að taka símanúmerið af upplýsingaveituvef og þú gerir það með því að hafa samband við viðkomandi upplýsingaveituvef sem þú vilt ekki vera inni á.
Til þess að ganga frá bannmerkingu þarft þú að fara inn á þjóðskrá, hér, smella á lásinn og velja mínar síður - island.is og skrá þig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Næst smellir þú á Mínar síður undir Mín gögn og velur Þjóðskrá. Undir Grunnupplýsingar er Bannmerki og þar kemur fram hvort þú sért bannmerkt/ur eða ekki. Til þess að breyta þessum stillingum smellir þú á hnappinn "Breyta bannmerkingu" og fyllir út í formin sem óskað er eftir.
-> Þjóðskrá - lásinn - mínar síður - island.is - innskráning - Mínar síður - Mín gögn - Þjóðskrá - Breyta bannmerkingu - fyllt út í formin og farið eftir leiðbeiningum.
Nova: Hægt er að hafa samband okkur á netspjallinu á nova.is og óskað eftir því að númerið verði bannmerkt í kerfum Nova. Það hefur þó eingöngu áhrif á það hvort nýskráð númer verði sjáanleg á upplýsingaveituvef eða í símaskrá.
Bannmerkingar hjá upplýsingaveitum
ja.is: Smelltu hér og ferð eftir leiðbeiningum
1819.is: Smelltu hér og ferð eftir leiðbeiningum.