Til að fá rafræn skilríki í farsímann þarf símkortið þitt að styðja þjónustuna. Þú getur athugað hvort símkortið þitt styðji rafræn skilríki hér.
Þú getur svo annað hvort virkjað rafrænu skilríkin í bankanum þínum eða bókað tíma hjá okkur og við græjum þetta saman. Rafræn skilríki eru einungis virkjuð í Nova Lágmúla svo mundu eftir að taka gilt skilríki með þér, t.d. ökuskírteini eða vegabréf.
Ef kortið þitt styður ekki rafræn skilríki komdu þá við í næstu verslun eða heyrðu í okkur á netspjallinu og við sendum nýtt símkort til þín.
Það kostar ekkert að nota rafræn skilríki innanlands, en notkun rafrænna skilríkja erlendis fylgir verðskrá í hverju landi, og virkar eins og SMS skilaboð.
Innan EES: Innifalið fyrir öll farsímanúmer hjá Nova
Innan EES í varanlegu reiki: Rafæn skilríki eru rukkuð skv. verðskrá. Frelsisnúmer þurfa inneign til að nota rafræn skilríki.
Utan EES með Net í útlöndum: Rafræn skilríki SMS eru innifalin í Net í útlöndum.
Utan EES án Net í útlöndum: Rafæn skilríki eru rukkuð skv. verðskrá. Frelsisnúmer þurfa inneign til að nota rafræn skilríki.
Mundu að rafrænt skilriki er bundið við símkortið sjálft. Ef þú færð nýtt símkort þá þarf að virkja aftur rafræn skilríki!
Ef þú notast við eSIM þá þarft þú að nýta þér Auðkennisappið - en það notast ekki við SMS heldur einungis gagnamagn.